17.6.2011
Samið við heimamenn


Undirskrift:  Þorpshöfingjar, þingmenn og héraðsleiðtogar hafa samið við Þróunarsamvinnustofnun Íslands um að styrkja framtak heimamanna sem vilja byggja starfsmannahús við heilsugæslustöð og sjúkrahús.  Heimamenn vita að þetta er leiðin til að laða að hæft starfsfólk í heilsuþjónustu.  Fulltrúar 100 þorpa hafa samþykkt að leggja til múrsteina, sand og vinnu, auk þess sem safnað er fjárframlögum.  Íslendingar leggja málinu lið með flutningum á efni og fjárframlögum.  Á árinu rísa sex hús samkvæmt opinberum staðli um hvernig þau eigi að vera.  Og árangurinn kemur strax í ljós:  Menntaðir starfsmenn fylla stöður sem áður voru ómannaðar.

Til baka
Stefán Jón Hafstein - stefanjon@islandia.is