30.10.2011
Skóli


Sjálfsbjargarviðleitni er lofsverð. Hér hafa sveitamenn sett upp skýli fyrir eina bekkjardeild því engin er skólabyggingin á staðnum.  Einhver hefur reddað töflu fyrir kennarann, og framtakið lýsir sér í því að hlaðnir hafa verið ,,bekkir" úr grjóti til að börnin þurfi ekki að sitja flötum beinum.  Það eru frímínútur og nokkrar stílabækur bíða eigenda sinna í grjótinu.  Meira en helmingur íbúa Malaví eru á skólaaldri og minna en helmingur þeirra gengur í skóla þar sem eru stofur með þaki og húsgögnum. 

Til baka
Stefán Jón Hafstein - stefanjon@islandia.is