Ljónin drekka


Konungur dýranna slappar af. Langur og innilegur geyspi við vatnsbólið meðan hjörðin hans fær sér að drekka. Við rákumst á heila hjörð af ljónum undir forsælutré og fylgdumst með þeim góða stund. Loks fóru þau á ról og röltu í áttina til okkar að vatnsbólinu. Auðvitað tók karlinn varðstöðu meðan ungar og ynjur nutu lífsins. En þær voru líka varar um sig og ein þeirra gekk beint að bílnum sem stóð upp á hól. Það var einstakt að fá að fylgjast með heimilislífinu hjá ljónunum og hér er það á 10 mín. mynd.

Talið er að nú séu 25 þúsund ljón í Afríku, hafi fækkað úr 50 þúsundum á 20 árum. Mjög þrengir að þeim vegna landbúnaðar. Í þjóðgörðum eins og Ethosa lifa þau hefðbundnu villilífi, veiða sér til matar á nóttunni og slappa af eins og við sjáum á daginn.

Hér á síðunni er hægt að skoða 10 mín mynd um atferli ljónanna sem var um margt athyglisvert.
Nokkurn tíma getur tekið að hlaða myndina, fer eftir hraða tengingar.

Hér er kvikmyndin í lítillu upplausn með smáum skjá fyrir Quicktime.

Hér er ljósmyndasíða með nokkrum þeim ljónum sem ég hef rekist á.

Til baka
Stefán Jón Hafstein - stefanjon@islandia.is