Stefán Jón Hafstein, ferilskrá og helstu verk
2016-2024: Starfsmaður utanríkisráðuneytisins. Erindreki um málefni hafsins (2021-2024), formaður Bláfæðubandalagsins (Aquatic Blue Food Coalition) frá 2021, formaður samráðshóps þriggja ráðuneyta um málefni hafsins. Lætur af störfum 2024. Útgefin 2022: Heimurinn eins og hann er, heimildasaga, ensk útgáfa 2024. Fastafulltrúi Íslands hjá stofnunum Sameinuðu þjóðanna í Róm: FAO, WFP og IFAD. (frá 2018). Starfsmaður utanríkismálaráðuneytis (UTN) frá 2016. 2007-2016: Starfsmaður Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Úganda, umdæmisstjóri (2015-2018) áður í Reykjavík (2012-2014), þar áður í Malaví umdæmisstjóri búsettur í Lilongwe (2008-2012) og enn fyrr verkefnastjóri í Namibíu (2007). Höfundur hemildabókarinnar: Afríka - ást við aðra sýn, 2014. Fyrri ferill: Útgáfustjóri hjá Eddu-miðlun og útgáfu (2000-2002) Ritstjóri Dags (fyrr Dags-Tímans), (1997-1999) Starfsmaður Stöðvar 2, dagskrárgerð, (1994-1997) Eigin rekstur, útgáfa, ráðgjöf: (1991-1994) Dægurmálastjóri og svo dagskrárstjóri Rásar 2 (1986-1991) Starfaði sem fréttamaður og dagskrárgerðarmaður hjá RÚV 1979-1982. Menntun: Diplóma: Þróunarfræði við HÍ, 2010. 2024, diplómanám við HÍ í Umhverfis- og auðlindafræðum. Fjölmörg starfstengd námskeið, Harvard, MIT, Oxford University, HÍ endurmenntun.
Sjö bækur liggja eftir Stefán: Sagnaþulir samtímans, fjölmiðlar á öld upplýsinga (1987), Guðirnir eru geggjaðir, heimildasaga frá Afríku (1990), New York New York (1992), heimildasaga, Fluguveiðisögur (2000). Fluguveiðiráð (2013) og 2014: Afríka, ást við aðra sýn. 2022: Heimurinn eins og hann er og enska útgáfa 2024. 2005: Breytum rétt, leið jafnaðarmanna til móts við 21.öldina (á stefanjon.is). 2010: Rányrkjubú, grein fyrir Tímarit Máls og menningar, á stefanjon.is Fjölmargir heimildaþættir fyrir útvarp og sjónvarp. Hefur rekið vefinn stefanjon.is síðan 2002, nú sem mannlífsvef frá Afríku með samfélagsgreinum í bland. Stofnandi og yrrverandi eigandi flugur.is, um fluguveiðar (2000-2015).
Ævi:
|
Tilboð |
Tilboðsverð: Afhending á Reykjavíkursvæði, kr. 4000
Sett í póst: 4500 ef pöntunin er út á land.
Sendið pöntun í pósti á stefanjon@islandia.is
Rafbókin fæst á forlagid.is
English version on Amazon and Itunes and in Reykjavik bookstores
Heimurinn eins og hann er í Sílfrinu Byrjar á 47. mínútu.
Ítarlegt viðtal Egils Helgasonar við höfund.
Rafbókin fæst á aðeins 2990! |
Bókin sem talað er um, á mannamótum og fjölmiðlum:
Egill Helgason í Silfrinu tók ítarviðtal
Kiljan, Þorgeir og Kolbrún: Frábær leiðsögumaður! Frá 6. mínútu.
Sverrir Norland Rás 1: Allur þátturinn Upp á nýtt.
Gunnar Smári: Rauða borðið: 90 mínútur, mest um bókina í síðari hluta.
Þórunn Elísabet, Morgunvaktin: eftir eina klst og 18 mínutur á mælinum.
Gísli Marteinn: Þáttur með góðum gestum.
Rafbókarkaupin eru einföld á síðu Forlagsins og þú færð hana beint í tölvu eða á lesbretti samstundis!
Heimildaskrá fyrir Heiminn eins og hann er |
Hér er heimildaskrá bókarinnar.
Hin stóra mynd af stöðu heimsins |
Stefán Jón notar form persónulegrar heimildasögu til að gefa lesanda leiðarvísi að betri skilningi á stöðu heimsins eins og hann er. Höfundur hefur áður beitt þessu formi í bókum sem var vel tekið: Guðirnir eru geggjaðir, ferðasaga frá Afríku (1991), New York! New York! (1993) og Afríka, ást við aðra sýn (2014). Þessi saga er ekki einungis um raunverulegar ógnir. Hún er ákall til okkar, mannanna, um að elska allt sem lífsanda dregur.
Persónuleg heimildasaga |
Í þessari bók segir Stefán Jón Hafstein frá. Hann á að baki langan feril við þróunarsamvinnuverkefni í Afríku og hjá alþjóðastofnunum. Hann býr að yfirsýn og reynslu sem hann nýtir til að miðla þekkingu sem varðar okkur öll á þann hátt að auðskilið verður.
Leiðarstefið er ljóst: Allt tengist. Loftslagsváin er eitt stórvandamál og ósjálfbær matvælaframleiðsla sífellt stækkandi mannkyns annað. Hrun vistkerfanna tengist manninum sem er einræðisherra á jörðinni og misnotar vald sitt.