Matur og list
Veggjalist


Ekki veit ég til þess að hér hafi nokkru sinni fengist ís.  En hugmyndin var góð og því kallað á listamann á svæðinu til að koma þeim draumi í mynræna útfærslu.  Skiltagerðarmenn notast enn við frumtól iðnbyltingarinnar, pensil og málningu.  Stafræna tæknin ekki komin og því síður ljósaskilti enda til hvers þegar rafmagnaði er bæði rándýrt og óstabílt?


Hér á að opna búðarholu og hún á greinilega að heita ,,Inshallah shop" eða með guðs vilja að hætti islam.  Guðs vilja búðin þarf vandvirkan hagleiksmann til að koma sér á framfæri.


Kaþólska kirkjan er hins vegar stórtækari í sínum veggjaskreytingum.  Þótt fremsti gafl sé farinn að flagna er ljóma Krists vel við haldið með fínlegum pensildráttum.

 

 

Lifa af landinu og me v

Eftir ferð um landsbyggðina kemur maður heim með fullt skott af uppskeru.  Í mars og apríl er allt í blóma og smjör drýpur af hverju strái því regnið var gott í ár.  Ávextir, grænmeti, allt fengið beint frá bændum þar sem þeir falbjóða varning sinn við vegarbrún.  Myndasagan er hér.
Blmahaf lok regntma

Að loknum regntíma í Malaví sprettur allt af fullum krafti. Rósirnar í garðinum líka.  Þær þjóta upp og sumar meira en mannhæð á lengd, sveiflast tígulega í andvara og senda höfgan ilm yfir lóðina.  Ekki er matjurtagarðurinn síðri þó litadýrðin sé minni, kál og salat í runnum frekar en hausum, tómatarnir að koma og þeir verða enn rauðri en rósirnar og sætir laukar í moldu.  Einhvern veginn telst manni ólíklegt að það sé ábatasamt að vera blómasali í þessu landi, er marka má það sem sér um sig sjálft við heimahús - reyndar með aðhlynningu fagmanna.

 

Dagbk hundseiganda

Kúka pissa snuðra naga. Að frátöldum svefni hefur tímafrekasta iðja mín síðustu viku verið að standa yfir hundi sem vill ekki kúka á réttum stað. Freyja kom fyrir viku.

A setja saman hljmsveit

Tommur úr geitaskinni eru bara byrjunin á góðri hljómsveit.
Sumarsagan r

I vor óskaði hið virta fræðirit Landnámshænan eftir því að ég segði frá hænsnabúskap mínum í Malaví.  Greinarhöfundur varð svo upp með sér af því að vera pistlahöfundur fyrir Landnámshænuna að hann snyrti ekki skegg sitt í viku og fór í köflótta sveitamannaskyrtu til að virka sannfærandi á lesendur.

Hér er sumarsagan árið 2008:

Fyrsta hænan og sú sem markar upphaf þess að stórir daumar mínir rætast um að gerast loks hænsnabóndi verður auðvitað að fá nafn sem hæfir. Nafnið stendur undir wagnerískri stóróperu í fullri lengd; ég nefndi hana Frau Brúnhild.
Eldri greinar
Stefn Jn Hafstein - stefanjon@islandia.is