23.6.2010
Ný þáttaröð

Á myndbandasíðu stefanjon.is er nú komin fjögurra þátta röð um ferð um Botswana.  Skoðuð eru náttúruundrin Okavango og Moremi friðlandið, dýrin, gróðurinn og náttúran.  Vinsamlega sjáið hér að neðan.  Til að lesa um þættina hvern fyrir sig, farið á fréttasíðu eða beint á myndbandasíðu.

 

1.hluti: Kalahari eyðimörkin, til móts við Botswana



Þetta er fyrsti hluti þáttaraðar um ferð í stórkostlegum friðlöndum Botswana þar sem villidýrin ráða ríkjum. Í þessum hluta förum við inn til Botswana og könnum villimörkina, festum okkur í pyttum og skoðum villihunda auk annars. Hundarnir eru stórmerk villidýr sem hafa staðist samkeppni við önnur og stærri rándýr með samheldni og stuðningi. Myndböndin eru á myndarás á youtube, samtals fjögur, og hægt að horfa á í skömmtum eftir hentugleikum hvers og eins. Hver þáttur er innan við 10 mínútur, nema sjá fjórði sem er 5 mín. 


2.hluti: Moremi friðlandið, fullt af villidýrum





Dýrin mín stór og smá! 2.hluti í þáttaröð um villidýramörkina í Botswana. Nú er það Moremi friðlandið, blettatígrar, alls konar dýr í stórum hjörðum og svo...sjálfur hlébarðinn sem röltir eins og sveitahundur með okkur um óðal sitt! Til að finna beinið sem hann á. Spennandi með afbrigðum.


3.hluti: Okavango óshólmarnir




3.hluti myndaraðar frá Botswana. Úr lofti: Okavango óshólmarnir í Kalahari eyðimörkinni. Við fljúgum yfir óshólmana í eyðimörkinni þar sem Okavango fljótið streymir inn og seitlar um eyðimörkina, en nær aldrei til sjávar. Fljótið gufar upp! Við skoðum farvegi, dýralíf og veiðimenn sem nýta sér gjafir náttúrunnar í gósentíð flóðatímans.

4. hluti myndar:Okavango, lok




Lokaþáttur myndaraðar þar sem við hittum vörtusvín. Grösin standa á haus í vatninu: Í síðasta hluta ferðamyndar frá óshólmasvæðinu í eyðimörkinni kynnum við til sögunnar vörtusvín og unga kvígu af fílakyni sem bíður eftir karldýrum. Þetta er snúið mál: Kýr og kvígur halda saman í hjörðinni undir stjórn ættmóður. Karldýr verða að halda sig í hæfilegri fjarlægð. Þegar kýr verður frjó og þarf á karldýri að halda dregur hún sig út úr hjörðinni, en hinar halda af stað til að finna hæfiilegan karl. Skilboð milli fíla ganga með lágtíðnihljóðum sem berast langar vegalengdir og talið er að boðin fari upp um fæturna, ekki fær mannseyrað greint þau. Í myndinni sjáum við unga kvígu bíða eftir skilaboðum frá hinum kvendýrunum, sem væntanlega munu leiða til stefnumóts.

Á myndbandasíðu stefanjon.is má skoða þættina alla.

Til baka
Stefán Jón Hafstein - stefanjon@islandia.is