20.10.2010
Töfraströndin


Strendur Mósambik eru meðal þeirra fegurstu í heimi.  Strandlengjan sjálf ógnarlöng og þungar brimöldur Indlandshafs skella á hvítum söndum meðan duggur sigla fyrir utan, smábátar fara til fiskar - og hafskip bruna út við sjóndeildarhring frá einni heimsálfu til annarar.  (Myndband hér) 
Ýtt frá hlýrri skor.  Sjávarhiti kringum 25 gráður, það er við óshólma stóru fljótanna sem lífríkið dafnar undir yfirborði og hinar heimsfrægu risarækjur landsins bjóðast harðsæknum sjómönnum.

Á skeljaströnd er svo hádegisverðurinn sama dag: tekið innan úr og sett í sósu til að eta með maísjafningi:


Hér má sjá myndband frá ströndum Mósambik:  Á skeljaströnd.

Til baka
Stefán Jón Hafstein - stefanjon@islandia.is