Termítaveppir - uppskrift



Termítahraukurinn á bak við þessa nashyrninga geymir merkilegt lostæti.  Ég gef uppskriftina á síðunni ,,Matur og list".

Termítahaugar eru mjög víða um landið. Þessi maurategund hrúgar upp leir og mold kringum tré og nagar svo innan frá. Með jarðveginum koma sveppagró sem í fyllingu tímans verða að sveppum. Og þeir eru engin smásmíð. Á stæð við gott blómkálshöfuð.

Leiðsögumenn okkar í ferð sáu sveppina tilsýndar og réðust strax að þeim. Ég fékk þrssa með mér heim og dugðu í máltíð fyrit tvo.



Uppskriftin að termítasveppum er einföld:


Þurrkaðir og hreinsaðir, gætið þess að engir termítar séu á þeim!

Skornir í ræmur.



Steiktir á pönnu í smjöri og ólívuolíu til jafns, með salti og með hvítlauksrifjum sem búið er að mauka.



Ég hafði mikinn hita á svo að stökk skorpa myndaðist á sveppunum sem héldust mjúkir innan við.

Við snæddum þetta sem aðalrétt á sunnudagskvöldi og það þurfti hvorki kjöt né meðlæti.


Nú er bara að finna termítahrauk og byrja!

Til baka
Stefán Jón Hafstein - stefanjon@islandia.is