Dansað af krafti

Langt úti í sveit var fundi um fullorðinsfræðslu slitið þegar þorpsbúar vildu sýna skemmtiatriði.  Kynjaverur stigu fram undir bumbuslætti.  Fyrir hópi öldunga fór þessi nánungi sem minnti helst á Sigurð Ásgeir Árnason forsprakka í Últramegateknóbandinu Stefán.  En svo komu fleiri og fjörið magnaðist.


Öldungar komu fram í samblöndu af löggu- og lúðrasveitarbúningum með ívafi af slökkvistjóraminningum.

 

Megas hefði kunnað að meta Krókódílamanninn.

Óhug sló á börnin þegar þessir komu.

Síðan leystist hringurinn upp og konur og börn dönsuðu og sungu með skrímslunum.

Til baka
Stefán Jón Hafstein - stefanjon@islandia.is