Avatar með augum Afríku


Avatar með augum Afríku

Bandarískir íhaldsmenn eru rasandi yfir því hve rammpólitísk stórmyndin Avatar er. Frá Afríku séð er hún óhugnalega sönn – og sannpólitísk. James Cameron hefði eins getað látið sömu sögu gerast í Kongó og dögum Leópolds Belgíukonungs sem lagði stóra hluta Afríku undir sig sjálfan og gerði að blóðvelli fyrir sína ,,einkavæddu” nýlendu. Um það ástand skrifaði Conrad ,,Heart of darkness” með hinum frægu orðum Kurtz ofursta þar sem hann sat umkringdur hauskúpum heimamanna: Hryllingur hryllingur.

Avatar skartar sínum Kurtz. Og það má setja aburðarásina niður hvar sem er og hvenær sem er í nær 300 ára sögu hvíta mannsins í Afríku. Í myndinni er árásin á hið helga tré frumbyggjanna aðeins stílfærð útgáfa af hreinræktum fjöldamorgum og hryðjuverkum sem halda áfram enn í dag. Nú hafa svartir tekið við þar sem hvítir hættu: Kongó er ennþá blóðvöllur skipulagrða morða, nauðgana og rányrkju þar sem hryðjuverkasveitir fara um héruð og slátra saklausum borgurum (frumbyggjum) fyrir demanta, gull og góðmálma. Stríðið á ævintýraplánetunni Pandóru geisar víða um Afríku enn þann dag í dag. 

Til baka
Stefán Jón Hafstein - stefanjon@islandia.is