Vötnin okkar

Bók Unnar Jökulsdóttur, Undur Mývatns, varð tilefni hugleiðingar um vötnin okkar. 

,,Unnur fer með okkur í smá­sjár­ferð inn í lít­inn dropa úr vatn­inu og þar er eins og að horfa út í alheim­inn - óra­víddir örver­anna eins og stjörnu­þok­ur. Hversu margir eru slíkir vatns­dropar á Ísland­i? Hún opnar dag­bók fugla­taln­inga­manns­ins og yrkir óð til mýflug­unn­ar. Eins og spæj­ara­kona leggur hún lífs­gát­una fyrir sig og býður upp á sum­ar­lesn­ing­una 2017. G­leymið öllum reyf­ur­um. Allt það smáa verður allt það stóra, sam­hengið í lífi okkar og sögu, lands og þjóð­ar­. ­Mý­vatn er ekki bara Mývatn heldur vötnin okkar öll - sem við nú reynum að for­djarfa með til­tækum ráð­um."

„Vatnið er meira og minna for­djarfað og eyði­lag­t,“ segir Böðvar sveit­ar­höfð­ingi á Gaut­löndum í Mývatns­sveit í sam­tali við Unni Jök­uls­dótt­ur. Hún rifjar upp sam­talið í nýrri bók, Undur Mývatns, þar sem haldið er til haga hví­lík nátt­úrupara­dís og menn­ing­ar­setur sveitin er. En sil­ungs­veiði hrun­in. Kúlu­skít­ur­inn er geir­fugl okkar tíma, (næst­u­m?) útdauð­ur. Þessi furðu­lega líf­vera sem hvergi fannst á jarð­ríki nema í Mývatni og öðru slíku í Jap­an. Unnur hefði getað sagt frá fleiru: Skolp­inu veitt í vatnið eins og þrumu lostin þjóð sá í Kast­ljósi og ófor­skamm­aðir menn reisa hót­el­vegg 50 metra frá bakk­anum í blóra við lög. Munum það næst Icelandair. Mývatn er komið á rauðan válista Um­hverf­is­stofn­un­ar, sem þýð­ir: Óbæt­an­leg hætta í nánd.

I. Lítil bók með stórt erindi

Þetta er merki­leg bók. ­Per­sónu­leg um leið og hún þræðir stigu þjóð­menn­ing­ar, sveita­lífs og nátt­úru­vís­inda af miklu inn­sæi og virð­ingu með hríf­andi sög­um, lýs­ingum og skýr­ingum á því sem fyrir skiln­ing­ar­vitin ber. Vottar land­inu okkar virð­ingu, fólk­inu og sögum þess.Við­töl við gamla karla, gluggað í skræð­ur, rölt með Geira­staða­frúnni í eggja­leit eða með smá­stelpum í gjá­ar­lontu­veið­ar­. Og við hlið Unnar með­vís­inda­legar skýr­ingar sem skila sér á alþýð­legan hátt, eig­in­mað­ur, nátt­úru­fræð­ingur og lista­mað­ur; Árni Ein­ars­son er greini­lega ráð­gef­andi um Und­urs Mývatns­. Vatns­lita­myndir hans yndi og öfunds­verðar hverj­u­m þeim sem gutlað hefur með pensil.

Undur Mývatns eftir Unni Jökulsdóttur.
Undur Mývatns eftir Unni Jökulsdóttur.

Bókin hefur í mínum huga miklu víð­ari skírskotun og stærra svið en nafnið og umfjöll­un­ar­efnið sjálft gefa til kynna. Hún er um vötnin okk­ar. Það eru ekki nema örfáir ára­tugir síðan virkj­anatröll vildu heimta Mývatn og Laxá ásamt Svartá í Bárð­ar­dal í risa­vaxið lón og stíflu á ein­hverjum feg­ursta stað Íslands­. Hug­rakkir heima­menn sprengdu síðar stíflu við Mið­kvísl í fyrsta „um­hverf­is­hryðju­verki“ sögu okkar og stöðv­uðu ill áform. Enn er klapp­aður steinn­inn. ­

Fyrir nokkrum árum átti að hækka stíflu­vegg­inn niður í Lax­ár­dal og stækka lón fyrir örfá skít­leg mega­vött undir því hlægi­lega ­yf­ir­skin­i að skila örugg­ara raf­magni til Húsa­víkur (!). Og núna, einmitt núna, á að gera aðra árás á Svartá í Bárð­ar­dal, sem við köllum „Litlu Laxá“ vegna feg­urð­ar, fugla­lífs og urrið­ans sem er svo sprækur í kvíslum hrauns­ins sem kennt er við ódæð­i. ­Svartá er líka forða­búr húsanda þegar illar árar á Mývatn­i. Nú á að stífla vernd­ar­svæði henn­ar, taka í stokk. Vill svo heppi­lega til að mega­vatta­talan er sér­stak­lega fundin til að kom­ast hjá umhverf­is­mati, en slapp samt ekki í gegn - í bil­i.

Þessi litla fagra bók á stórt erindi. Allt það góða sem Unnur skrifar um undur Mývatns er í stærra sam­hengi um þau ­skítseið­i ­sem við erum og það tjón sem við vinn­um.

II. Vatn er almenn­ings­eign

„Vatn er það dýr­mætasta sem fyrir finnst á jörð­inni og því má segja að „blátt gull“ sé ekki rang­nefni yfir vatn­ið. Íslend­ingar eru heppnir að hafa vatns­auð­lind sem er eins sjálf­bær og raun ber vitni en í síbreyti­legum heimi er vert að staldra við og kanna hvort gera megi bet­ur.“ (Bláa gullið, Kjarn­inn).

Staldra við? Til dæmis á Sel­fossi sem kallar sig Árborg og hugsa um hvernig íbúar þar dæla skólp­inu beint út í Ölf­usá?

Sótt er að vötnum okkar víða. Vötn­in, vatnið sjálft er auð­lind og ætti að vera stjórn­ar­skrár­varið sem almenn­ings­eign. Þjóð­in, sem getur ekki einu sinni stöðvað enda­laust sífur um að klípa af Þjórs­ár­verum, kann auð­vitað engin ráð til að vernda þjóð­ar­ger­sem­ina Þing­valla­vatn. Orku­veitan dælir linnu­laust heitu afgangs­vatni frá Nesja­valla­virkjun út í þennan blá­tæra vatns­geim sem hún lítur á sem hverja aðra þró. Í Þor­steins­vík er bað­volgt vatn: Ylströnd fyrir Ísald­ar­ur­riða. 

Kís­ilúr­fell­ingar á botn­inum víða vegu fyrir landi Nesja eins og í Bláa lón­in­u. (Þetta er sams konar sukk og í Bjarn­arflagi við Mývatn sem Ómar Ragn­ars­son kall­ar hernað gegn undrum Mývatns og þar sem helsti tals­maður aðal umhverf­is­vernd­ar­flokks­ins vildi virkja fyr­ir­ kola­ofn­ana á Bakka við Húsa­vík.) Skammt undan Nesja­völlum var unnið mesta umhverfispell­virki síð­ari tíma þegar eit­ur­hern­aður gegn líf­rík­inu var rek­inn fyrir Sogs­virkj­anir sem síðar leiddu til hrak­falla sem urðu næstum til að útrýma ein­stæðum fiski­stofn­i. 

Af því að hern­að­ur­inn gegn Þing­valla­vatni er linnu­laus þurfti lán­laus ­rík­is­stjórn á síð­ari árum að heim­ila þunga­flutn­inga gegnum þjóð­garð­inn með til­heyr­andi mengun og hávaða­djöf­ul­skap. 

Rit­höf­undur eins og Unnur hefði geta tekið annað líf í að rekja fræði, sög­ur, tala við gamla karla og kerl­ingar og rýna örver­urnar og hlýða á röfl and­fugl­anna og væl himbrim­ans við Þing­velli, þennan meinta þjóð­helga stað sem er okkur öllum til skamm­ar. Þess í stað nennum við ekki að tala enn einu sinni um „frá­veitu­mál­in“ sem eru álíka slæm þar og fyrir norð­an, og því síður um hvernig for­rétt­inda­stéttin íslenska helg­aði sér þar sum­ar­húsa­byggð með fádæma klíku­skap og spill­ingu - nema núna ætlum við víst að kaupa aftur hús­grunn fyrir 70 millj­ónir af ein­hverj­u­m ­sem byggði þar í óleyfi - inni í „þjóð­garð­i“.

Vötnin okkar og árn­ar: Nú skal tekið næsta óheilla­skref óhikað og af ein­drægni, fylla firði okkar af norskætt­uðum eld­is­laxi sem mun sleppa og sækja í árnar okk­ar. Já, hann mun sleppa eins og mink­arnir sem dreifðu sér um landið og hann mun erfða­menga árnar okkar fram­vegis eins hann hefur hingað til gert hér heima og erlendis. Við ætlum að senda marg­falt fleiri eld­is­laxa upp í árnar okkar en nemur heild­ar­stæð íslenska laxa­stofns­ins. 

Í hverri okkar lax­veiðiá býr ein­stakur lít­ill stofn með eigin ein­stæðu erfða­ein­kenni, telur stundum ekki nema nokkur hund­ruð hrygn­ing­ar­fiska. Í hverjum hyl lítil laxa­fjöl­skylda sem af rat­vísi sinni leitar til síns heima á vorin og væri sögu­efni í bók. Nú ætlum við að herja á þetta brot­hætta líf­ríki með norsku kap­ít­ali sem ekki fær lengur að vinna sams konar hryðju­verk í heima­landi sínu enda tjónið löngu óbæt­an­legt þar. Þetta skulum við endi­lega gera vötn­unum okk­ar. Enda svo smekk­lega sið­laust. Í krafti þess að við viljum breyta fjórum kílóum af sjáv­ar­fiski í fóður til að fram­leiða eitt kíló af sporð­búnum svínum fjarð­anna.

Biðjum höf­und eins og Unni að líta með okkur í Gren­læk sem er á nátt­úru­minja­skrá, undur sem rennur um hraunin í Land­broti og geymir tign­ar­legan sjó­birt­ings­stofn. Þarna hafa Vega­gerðin og Orku­stofnun vís­vit­andi veitt vatni burt svo læk­ur­inn þornar hvað eftir ann­að, síð­ast í fyrra­sum­ar, en hefur gerst fyrr - af manna­völdum, með miklu tjón­i. Um það sagði for­stjóri Veiði­mála­stofn­unar: „Ef þessu er bara lokað eins og Land­græðslan vill gera þá nátt­úr­lega ein­fald­lega þorna þessir lækir og þá getum við gleymt þeim. Þá drepst allt og það finnst okkur dálítið drastísk aðgerð miðað við að þarna er gríð­ar­leg sjó­birt­ings­veiði. Og Gren­lækur er nú einu sinni á Nátt­úru­minja­skrá út af líf­ríki og fugla­líf­i.“ ­Böðvar á Gaut­löndum hefði kallað það for­djör­f­un.

Ég hef gengið með stöng um Eld­hraunið þar sem vatnið sprettur fram und­an fugla­d­rits­þúfum og kletta­dröng­um. Farið um gljúfur Segl­búða­lands og séð sjó­birt­ings­drjól­ana í djúpum hyljum og stór­bleikjur undir bökk­um.­Staðið í sef­inu í Fitja­flóði og hlustað á þyt frá kvöld­flugi anda og séð rastir af göngu­fiskum á fleygi­ferð; farið niður á sandana ógn­ar­legu eftir stik­uðum slóðum á hné­djúpu vatni þar sem áin sam­ein­ast Skaftá í Veið­iós með þrum­andi brim­öld­una skammt und­an­. Komið á jóla­föstu í hvítri jafn­fall­inni fönn á svörtum brunasöndum og hraunum og séð ást­ar­hreiður fiskanna og hvernig þeir koma á svifi eins og kola­molar á lit upp í vatns­borð und­ir brog­andi norð­ur­ljósum á næt­ur­himn­i. Horft á jökla­leik­húsið sem rammar allt þetta inn, þetta stóra og smáa, sem einnig eru sögu­svið eins og Unnur lýsir Mývatn­i; enn þá eru það mest ósagðar sög­ur, eitt og eitt vitni snýr aftur og skilur ekki ofstopann gegn undr­inu.

III. Segjum sögur og verndum nátt­úru

Í tóni og áferð minnir þessi bók Unnar á sög­una sem Stein­unn Sig­urð­ar­dóttir birti um Heiðu fjall­dala­bónda í fyrra. ­Skáld­leg sýn, nostur við smá­at­riði sem öll skipta máli og svo hin stóra vídd þar græðgi og ofbeldi leika hlut­verk. 

Hinn dásam­legi kafli Unnar um ævi húsand­ar­innar er bara brot af öllum anda­sögum lands­ins, öllum fugla­sög­um. Að rölta með Hjör­dísi á Geira­stöðum í eggja­tínslu er saga sem lúrir við hvern þann hálf­fallna girð­ing­ar­staur sem hangir uppi í land­inu, í hverju hrauni, við hvern bæ, meðan Hjör­dís kjaftar við end­urnar eins og hún lærði af ömmu sinni. Eða kvika telpan í sveit­inni sem skýst á lontu­veið­ar, eins og lítil útgáfa af Línu langsokk - okkar fólk, okkar arf­ur.

Auð­vitað er Mývatn ein­stakt og þess vegna getur þjóðin sem kann ekki að frið­lýsa hálendið ekki heldur verndað það, sett kúlu­skít­inn á þann virð­ing­ar­sess sem Jap­anar gera og stundað hrein­læti nema eins og í fátæku þró­un­ar­land­i.

Unnur fer með okkur í smá­sjár­ferð inn í lít­inn dropa úr vatn­inu og þar er eins og að horfa út í alheim­inn - óra­víddir örver­anna eins og stjörnu­þok­ur. Hversu margir eru slíkir vatns­dropar á Ísland­i? Hún opnar dag­bók fugla­taln­inga­manns­ins og yrkir óð til mýflug­unn­ar. Eins og spæj­ara­kona leggur hún lífs­gát­una fyrir sig og býður upp á sum­ar­lesn­ing­una 2017. G­leymið öllum reyf­ur­um. Allt það smáa verður allt það stóra, sam­hengið í lífi okkar og sögu, lands og þjóð­ar­. ­Mý­vatn er ekki bara Mývatn heldur vötnin okkar öll - sem við nú reynum að for­djarfa með til­tækum ráð­um.

 

Til baka
Stefán Jón Hafstein - stefanjon@islandia.is