Heimsókn til San fólks

Í þessari myndasögu förum við niður að landmærum Namibíu og Botswana þar sem byggðir liggja að Kalahari eyðimörkinni. Vegurinn ligggur þráðbeinn suður með landamærunum og hin ýmsu þorp og byggðakjarnar nefnast einungis númerum. ,,Corridor" þýðir ,,Gangur" eða ,,Leið", og hér heita byggðirnar ,,Corridor 13" eða ,,24". Það er einfaldlega talið og nafngiftin í samræmi. Rétt eins og sjávarþorpin á Íslandi hétu ,,Sjávarsíða eitt" upp í ,,Sjávarsíðu 32". Þetta eru jaðarbyggðir, og fólkið er jaðarfólk. Útskúfað meðal útskúfaðra er San fólkið, hinir fornu Búskmenn Kalahari merkurinnar. (Sjá grein) Nú er það statt milli tveggja tíma og á heima í hvorugum, hvorki nútíð né fortíð. Börnin? Hvaða tækifæri bíða barna þar sem menntun er lítil, atvinna engin, fátækt yfirþyrmandi og lífslíkur minni en gengur og gerist? Við sjáum fólk sem glímir við stóran vanda.

Til baka
Stefán Jón Hafstein - stefanjon@islandia.is