Fílabað


Það var merkilegt að sjá fílahjörðina baða sig. Þeir voru þarna af öllum stærðum og gerðum. En athyglina fönguðu að lokum tveir fjörkálfar sem virtust einkar góðir vinir.

Fyrst tóku þeir ,,tal saman" og stungu saman rönum, í orðsins fyllstu merkingu! Fyrst vöfðu þeir saman rönum og svo sprautuðu þeir vatni upp í hvorn annan eins og bestu perluvinir. Takið eftir hvernig þeir faðmast og svo setja þeir rana hvor upp í annan.

En þetta er bara forleikur: Annar tekur sig til og ,,kaffærir" hinn með tilþrifum, en það er ekki annað að sjá en félaginn sem fer á bólakaf njóti þessi í botn. Atgangurinn er stórkostlegur og sá sem er ofaná lætur að lokum ,,kné fylgja kviði". Takið eftir að á sumum myndunum má sjá einn af litlu kálfunum sniglast í kring og taka þátt í látunum, stundum sést bara í rana eða fót á millli hinna. Að lokum kemur svo ein fílamamma og telur að nóg sé komið af látum og rekur þá uppúr! Góða skemmtun!

Aðrir kostir til að skoða myndirnar eru líka hér:

Hér eru myndirnar hver fyrir sig og má skoða í fullri stærð.

Hér má skoða myndbandið í Quicktime, minni mynd og skýrari.

Hér er myndbandið í hágæðaflokki fyrir þá sem hafa háhraðanet.

Til baka
Stefán Jón Hafstein - stefanjon@islandia.is