|
Börnin í Eluwa eru tekin inn sex ára gömul og dvelja á heimavist og við námið í 10 ár, eða þangað til þau spreyta sig á 10unda bekkjar prófi. Því miður heyrir til undantekninga að þau nái lokaprófi. Því valda kennsluhættir, úrelt prófafyrirkomulag og ýmislegt sem betur mætti fara. Stuðningur við skólann er hluti af verkefnum Þróunarsamvinnustofnunar í Namibíu. En hvað sem líður fötlun og erfiðum lífsskilyrðum eru börnin ákaflega glaðleg og fjörug. Þeim fannst skemmtilegt að fá heimsókn og stilla sér upp fyrir myndavélina. Við sjáum hér huta barnanna og nokkra kennara. Í hópnum eru líka albínóar, en þau börn eru hvítingjar sem þola illa sól og birtu, og eru oft mjög sjóndöpur. Þessir krakkar eiga yfir stóran hjalla að fara - en brosin sem þau senda okkur segja að lífið getur verið gott, líka í skóla eins og þessum. Enda mun betra en að vera þar ekki. Flestum Íslendingum þætti skólinn fátæklegur, en fyrir þau er hann ríkidæmi. Hér má sjá myndirnar í fullri stærð og stakar, eða í myndasyrpu. Tónlist við myndband: Alias Meiri |
Til baka |
Börnin í Eluwa