Iðandi mannlíf


Iðandi, litríkt og fjörlegt mannlíf einkennir göturnar í smábæjum Namibíu. Engir staðlar, engin alvöld tískustefna heldur samsuða og ímyndunarafl í bland við aldagamlar hefðir. Er það þetta sem Íslendingar auglýsa eftir þegar þeir tala um að okkur vanti ,,iðandi mannlíf"? Hér hefur bíllinn ekki tekið völdin, staðlaðar búðakeðjur ekki heldur frekar en einsleitir skyndibitastaðir og hver kemur til dyranna eins og hann er klæddur, eða fáklæddur.

Hægt er að horfa á myndasyrpuna hér að ofan eða hverja mynd fyrir sig hér.

Til baka
Stefán Jón Hafstein - stefanjon@islandia.is