Fegurð í auðninni

Fyrir 350 milljónum ára voru meginlöndin eitt, og er það land kallað Gondwanaland. Þetta var fyrir daga landreks, Afríka, Suður-Ameríka og Indland lágu saman. Í Namibíu má glöggt sjá ummkerkin af hinum miklu átökum þegar landið rifnaði og álfurnar þokuðust sundur. Í Damaralandi hrúgðust upp tröllsleg björg í hrauka sem enn standa, vitnisburður um eldgos og skjálfta sem áttu sér stað fyrir 130 milljónum ára. Auðnin er undurfögur og samspil ljóss og skugga við sólarupprás eða sólsetur slíkt sjónarspil að því gleymir enginn sem fær notið. Hér er stund í auðninni með undirleik Beatles.

Til baka
Stefán Jón Hafstein - stefanjon@islandia.is